Ekki bara

tók ég međ mér bók til Bolungarvíkur

 

Photobucket

heldur basiliku einnig.


Ég er á leiđ í "frí"

er ađ fara á Ćring, listast.

Eymundsson minnti mig á ţetta:

 

Photobucket

Ég mun án efa ferđast međ nokkrar bćkur til Bolungarvíkur.

 


Endemi og Katrín á kvennréttindadeginum

Sunnudaginn 19. júní, á kvennréttindardeginum, mun Endemi halda hátíđlega upp á daginn og ađ ţví tilefni mun Katrín I. Jónsdóttir Hjördísardóttir Hirt lesa myndlistarverk sitt sem er ađ finna í tímaritinu. Gjörningurinn á sér stađ í Eymundsson á Skólavörđustíg og hefst ţar kl 16:00

Katrín I. Jónsdóttir Hjördísardóttir Hirt um list sína:

Katrín reynir yfirleitt ađ fella gildi listarinnar en um leiđ vill hún auka vćgi hennar. Hún r...eynir ađ fćra listina nćr áhorfandanum međ ţví ađ koma verkum sínum til skila í almannarými eđa međ einlćgum hćtti.
Einlćgnin, sem virkar oft sem kaldhćđni, gerir verk hennar dulúđleg og óráđin en stundum mjög auđlesin. Katrín telur listina geta bjargađ heiminum og reyndar finnst henni ţađ vera skylda listarinnar. Listin er eina vonin okkar til hins betra lífs, segir Katrín.
Katrín endurvinnur flesta hugmyndir sínar međ ţví ađ útfćra ţćr á margskonar vegu og á ólíkum stöđum. Hún rannsakar hugmyndir sínar og ţróar ţćr í fjölbreytileika miđlana og rýmisins, vegna ţess ađ hún telur hugmyndir í sjálfu sér geta veriđ svo margt annađ en bara eitt listaverk. Möguleikar á úfćrslu hugmynda eru óendalegir. Katrín hóf sjálfstćđa listköpun sína međ svokölluđum skrímslum sem hún skilgreinir sem týndar hugsanir eđa eitthvađ órćtt sem býr innra međ okkur en sem fćr ekki ađ komast út. Katrín fór í kjölfariđ ađ vinna í ákveđinni hugmynd um hvatningarfyrirbćriđ sem hún hefur unniđ međ í ólíkum verkum síđan ţá. Katrín rannsakađi hvernig viđ hvetjum okkur sjálf áfram međ sjálfshjálparefni og í samhengi viđ ţađ fór hún ađ rannsaka hversu auđvelt ţađ er hćgt ađ heilaţvo fólk međ misgáfulegum upplýsingum. Ţví fannst henni alveg kjöriđ ađ heilaţvo áhorfandann međ jákvćđum lýsingarorđum til hans/hennar.
Katrín hefur gengiđ í hús og gefiđ listaverk eftir sjálfa sig og notar reyndar iđulega verk eftir sig sem sinn eigin gjaldmiđil, ţví hún telur listaverk vera traustasta gjaldmiđilinn. Katrín hefur gengiđ inn í verđbréfafyrirtćki og selt verk eftir sig sem eina traustustu fjárfestingu sem til vćri. Katrín sagđi starfsmönnum ţar ađ ţađ vćri ekki hćgt ađ tapa á ţví ađ kaupa verk eftir hana á ađeins 500 kr. Allir keyptu ađ minnsta kosti eitt ef ekki tvö verk eftir hana.
Katrín hefur einnig sett verk sín á útsölu, hún hefur selt jólakort til styrktar íslensku ţjóđinni og hún hefur mjólkađ sig međ rafmagnsmjaltavél til stuđnings fyrirburum og veikum ungabörnum. Katrín reyndi ađ selja góđćrisbíl sinn á sýningu í Kling og Bang til ađ endurspegla ástandiđ í íslensku efnahagskreppunni.
Katrín hefur beđist afsökunar og viđurkennt í myndbandsskilabođum ađ hruniđ hafi veriđ henni ađ kenna. Hún hefur endurtúlkađ málverkiđ „Ópiđ“ í 45 mínútna hljóđlausu ópi til stuđnings skrílnum gegn ákćruvaldinu. Katrín hefur tilbeđiđ listina í formi sjálfsfróunar í tileinkun sinni til Nýlistasafnsins. Katrín hefur skrifađ bćn til listarinnar aftan á póstkort sem virkar einnig sem bréf til ástvinar.
Katrín gefur okkur tćkifćri međ jöfnu millibili til ađ koma saman og tilbiđja listina ţar sem sunginn er listsálmur, predikađ og fariđ er međ svokallađ listvor til ađ viđhalda trú okkar á listfyrirbćriđ og til ađ endurspegla fáránleikann sem einkennir trúarbrögđ oft á tíđum. Í listaverki sem nefnist „ListMessa“ og Katrín stefnir ađ ţví ađ fara međ „ListMessa“ í heimsreysu.

Dadaískt ljóđ úr Kolaportinu

Photobucket

Keppnis?

Eitthvađ svoleiđis.

Stjörnugjöf.

Pínulítiđ kjánalegt en what the hey.


Nýlókórinn í kvöld

í Nýlistasafninu, skúlagötu 28 kl 21, 1000 kr. inn.

 

Photobucket

Ţar verđa ţessir glćsilegu bolir til sölu.

Sjáumst.


Hljóđleikar

Nýlókórinn í Nýlistasafninu miđvikudaginn 18. maí klukkan 21:00.


Nýlókórinn eđa  Íslenski hljóđljóđakórinn (The Icelandic Sound Poetry Choir) var stofnađur 2003 og fćst viđ flutning hljóđljóđa. Kórinn kemur fram tvisvar til ţrisvar á ári og hefur flutt margvísleg verk eftir innlenda og erlenda höfunda eins og Magnús Pálsson, Philip Corner, Eric Andersen, Kristin G. Harđarson, Rúrí, Hörpu Björnsdóttur, Ástu Ólafsdóttur, Eiríksínu Ásgrímsdóttur og Áka Ásgeirsson. Kórinn hefur komiđ fram á Fjölljóđahátínni í Reykjavík 2006 (PPF Polipoetryfestival), tvisvar á Listahátíđ í Reykjavík og tvisvar á listahátíđinni Sequences. Stjórnendur kórsins hafa frá upphafi veriđ Snorri Sigfús Birgisson og Hörđur Bragason. Hörđur er nú ađalstjórnandi kórsins.

Á miđvikudagskvöldiđ flytur kórinn ný verk eftir Hörđ Bragason og Sigtrygg Berg Sigmarsson auk eldri verka eftir Magnús Pálsson. Á efnisskránni eru eftirfarandi verk:

Angelmonky eftir Hörđ Bragason
Talningavél eftir Hörđ Bragason og Magnús Pálsson
Jarđarniđur eftir Hörđ Bragason
Stjórnandinn eftir Sigtrygg Berg Sigmarsson
3 ţćttir úr Freyskötlu eftir Magnús Pálsson

Gerningurinn hefst klukkan 21:00. Ađgangseyrir er 1.000 krónur. Photobucket

Heyr á Endemi - gjörningur í dag!

Í dag, fimmtudag 12. maí klukkan 17 fremur Katrín I.J.H. Hirt gjörning á sýningunni Heyr á Endemi í Kling og Bang gallerí ađ hverfisgötu 42.
Katrín er ein ellefu kvenna sem eiga verk á sýningunni.
Fyrsta tölublađ Endemis kom út laugardaginn 7. maí. Af ţví tilefni var opnuđ útgáfusýning í Kling og Bang gallerí á Hverfisgötu međ verkum nokkurra ţeirra kvenna sem eiga verk eđa fjallađ er um í blađinu. Ţćr eru:
 
Anna Hrund Másdóttir, Arna Óttarsdóttir, Katrín I. J. H. Hirt, Guđrún Benónýsdóttir, Ráđhildur Ingadóttir, Kristín Rúnarsdóttir, Rakel Jónsdóttir, Hugsteypan (Ingunn Fjóla Ingţórsdóttir og Ţórdís Jóhannesdóttir), Ólöf Nordal og Ţorgerđur Ólafsdóttir.
 
Katrín fremur gjörninginn aftur laugardaginn 14. maí en viđ minnum á ađ einnig er hćgt ađ óska ţess ađ gjörningurinn fari fram á öđrum tímum í síma 659 3135
Opiđ er daglega frá 14-18.
Endemi er nýtt tímarit um samtímalist íslenskra kvenna. Ađ blađinu standa nokkrar konur međ mismunandi bakgrunn sem eiga ţađ ţó sameiginlegt ađ hafa brennandi áhuga á myndlist. Markmiđ tímaritsins er ađ skapa vettvang fyrir list nútímakvenna, brúa biliđ milli almennings og myndlistar og rýna í kynjaójafnvćgi í lista- og menningarumfjöllun á Íslandi í dag. Endemi er enn fremur gallerí eđa sýningarrými ţví í hverju tölublađi verđa sýnd verk eftir íslenskar myndlistarkonur sem oft eru unnin sérstaklega fyrir blađiđ

 

Photobucket

Endemi

tímarit um samtíma list íslenskra kvenna er nú komiđ út og fćst í helstu bókabúđum landsins auk ţess sem hćgt ađ nálgast eintak á sýningu sem opnuđ var í tilefni útgáfunnar í gallerí Kling og Bang, hverfisgötu 42. Sýningin stendur til 15. maí og er opin daglega frá 14-18.

 

Photobucket

Nánar um Endemi hér: http://endemi.wordpress.com/


Síđasta sýningarhelgi:

TILBÚNINGUR

Síđustu sýningardagar

 

Ragnhildur Jóhanns og Harpa Dögg Kjartansdóttir

2. apríl – 7. maí 2011

 

Nú líđur ađ lokum sýningarinnar TILBÚNINGUR í Gallerí Ágúst. Harpa Dögg Kjartansdóttir og Ragnhildur Jóhanns  hafa leitt saman verk sín á sýningunni og hafa ţessar ungu listakonur fengiđ mikiđ lof fyrir.

 

Harpa Dögg sýnir klippimyndir unnar úr útflöttum málningardósum og verk unnin međ blandađri tćkni.  Verkin sem eru fíngerđ og frásagnakennd geta í senn orđiđ súrrealísk, ljóđrćn og ćvintýraleg. Harpa Dögg útskrifađist frá Listaháskóla islands áriđ 2007.

 

Ragnhildur sýnir myndljóđ, prent og ljóđaskúlptúra en hún vinnur međ gamlar bćkur og texta á mörkum myndlistar og skáldskapar.  Áhorfandinn getur ekki stillt sig um ađ lesa ljóđin í verkunum og er túlkunin opin og frjáls. Ragnhildur útskrifađist frá Listaháskóla Íslands áriđ 2010.

 

Síđusti sýningardagar eru föstudagurinn 6. maí og laugardagurinn 7. maí. Galleríiđ er opiđ milli kl. 13.00 – 17.00.

 

Nánari upplýsingar,myndir og texta má finna á vefsíđu gallerísins: www.galleriagust.is


Veriđ velkomin

Photobucket

Veriđ velkomin!

Photobucket
mbl.is Tímarit um samtímalist íslenskra kvenna
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Heyr á Endemi!

Endemi er nýtt tímarit um samtímamyndlist íslenskra kvenna. Fyrsta tölublađ kemur út međ pompi og prakt ţann 7. maí nćstkomandi. Af ţví tilefni verđur haldin útgáfusýning í Kling og Bang gallerí klukkan 17:00 međ verkum nokkurra ţeirra kvenna sem fjallađ er um eđa eiga verk í blađinu. Ţćr eru:

Anna Hrund Mádóttir, Arna Óttarsdóttir, Katrín I. J. H. Hirt, Guđrún Benónýs, Ráđhildur Ingadóttir, Kristín Rúnarsdóttir, Rakel Jónsdóttir, Hugsteypa (Ingunn Fjóla Ingţórsdóttir og Ţórdís Jóhannesdóttir), Ólöf Nordal og Ţorgerđur Ólafsdóttir.

Nánar um Endemi hér: http://endemi.wordpress.com/

Facebook viđburđurinn.

 

Photobucket

Gagnrýni

Rögnu Sigurđardóttur á sýningu mína og Hörpu Dagga í fréttablađinu í dag.

Minni á ađ sýningin er opin fram til 7. maí.

 

Photobucket

Myndljóđ tveggja tungumála

Photobucket

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband