Crymogea gefur út Crymo

Af vef Crymogea.

 

Innan skamms mun bókaútgáfan Crymogea gefa út bókina Treystið okkur! Við erum myndlistarmenn, sem er yfirlitsrit um starfsemi listamannarekna sýningarstaðarins gallerí Crymo.


Gallerí Crymo var opnað í júní árið 2009 sem sýningarrými og gallerí fyrir unga myndlistarmenn. Stofnendur voru þær Solveig Pálsdóttir og Þorgerður Ólafsdóttir sem báðar útskrifuðust úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2009. Galleríið var til húsa að Laugavegi 41a og starfaði í tæp tvö ár. Á þessum stutta tíma tók gallerí  Crymo  þátt í listamessum á borð við Supermarket og Alt_Cph, sem og í menningarhátíð um Ísland í Varsjá. Gríðarlegur fjöldi sýninga, alls 87, með rúmlega 100 listamönnum var settur upp á þessum tíma og í galleríinu fór fram fjöldi tónleika, leiksýninga og upplestra.

Í bókinni Treystið okkur! Við erum myndlistarmenn eru kynntir til sögunnar þeir myndlistarmenn sem voru meðlimir í galleríinu auk nokkra listamanna sem voru meðlimir gallerísins í styttri tíma eða héldu þar sýningar. Bókin er birtingarmynd íslensks myndlistarumhverfis ungra listamanna og viðleitni til þess að varðveita þá miklu virkni og kraft sem einkenndi starfið í gallerí Crymo.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband