Treystið okkur!

Við erum myndlistarmenn kemur út á morgun!

 

 

Bókin Treystið okkur! Við erum myndlistarmenn er tileinkuð stórum hópi ungra myndlistarmanna sem tók virkan þátt í sýningarhaldi og verkefnum gallerí Crymo.


Í bókinni er leitast við að skrásetja ákveðið tímabil og stemningu sem skapaðist með tilkomu gallerísins en Crymo var rekið af ungum listamönnum í tæp tvö ár. Á þessum stutta tíma voru settar upp 87 sýningar, með rúmlega 100 listamönnum og galleríið tók þátt í listmessunum á borð við Supermarket í Stokkhólmi og Alt_Cph í Danmörku.

Í bókinni eru kynntir til sögunnar stór hluti þeirra myndlistarmanna sem voru meðlimir í Crymo og jafn margir listamenn sem héldu sýningar í Crymo, svo úr verður vegleg heimild um virkni og kraft þessa gallerís.
170×240mm
112 blaðsíður

Ritstjórn og hönnun: Arna Óttarsdóttir, Kolbrún Ýr Einarsdóttir, Kristín Rúnarsdóttir og Þorgerður Ólafsdóttir

Inngangur: Gunnhildur Hauksdóttir

Útgáfudagur 3. september 2011

http://www.crymogea.is/Baekurnar/NyjustuUtgafur/TreystidOkkurVidErumMyndlistarmenn/

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband