LÆSI -Síðustu dagar sýningar
Sýningin LÆSI opnaði í Nýlistasafninu 16. júlí undir sýningarstjórn Jóns B.K. Ransu og lýkur nú á sunnudaginn 11. september.

Læsi teflir saman listaverkum byggðum á samspili texta, forma og rýmis og eru þau flest í eigu Nýlistasafnsins, en þar er að finna stærsta safn af bóklistaverkum sem fyrirfinnst á Íslandi. Hugmyndin um „bókina“ er þannig útgangspunktur sýningarinnar og verða sýnd verk eftir 18 listamenn sem kanna texta og tungumál í tengslum við myndlist eða brjóta upp bókaformið og nýta það í myndlistarverk.

Sýningarstjóri Jón B.K. Ransu

Nýlistasafnið er opið þri-sun frá 12.00-17.00
www.nylo.is

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband