Bloggfćrslur mánađarins, júní 2011

Opnun á laugardag í Gallerí Ágúst.

SUMARSÝNING

Verk á pappír

2. júlí – 24. júlí, 2011


Ragnar Jónasson

 

Laugardaginn 2. júlí opnar í Gallerí Ágúst skemmtileg sumarsýning međ verkum sem öll eru unnin á pappír. Fjölbreyttur hópur listamanna sýnir blýteikningar, tússteikningar, málverk eđa klippimyndir og eru verkin jafn ólík og ţau eru mörg. Hér er á ferđinni forvitnileg sýning full af gullmolum og á henni má finna bćđi ný og eldri verk.
 
Listamennirnir sem eiga verk á sýningunni eru: 
Harpa Dögg Kjartansdóttir / Jón Sigurpálsson / Kolbeinn Hugi / Marta María Jónsdóttir / Ragnar Jónasson / Ragnhildur Jóhanns / Rakel Bernie / Steingrímur Eyfjörđ

 

Rakel Bernie

Veriđ velkomin á opnun sýningarinnar laugardaginn 2. júlí kl. 16.00

 

www.galleriagust.is

Gallerí Ágúst á facebook


Af bókakápu

Photobucket

og sögu um kynţokkaskáld.


Ekki bara

tók ég međ mér bók til Bolungarvíkur

 

Photobucket

heldur basiliku einnig.


Ég er á leiđ í "frí"

er ađ fara á Ćring, listast.

Eymundsson minnti mig á ţetta:

 

Photobucket

Ég mun án efa ferđast međ nokkrar bćkur til Bolungarvíkur.

 


Endemi og Katrín á kvennréttindadeginum

Sunnudaginn 19. júní, á kvennréttindardeginum, mun Endemi halda hátíđlega upp á daginn og ađ ţví tilefni mun Katrín I. Jónsdóttir Hjördísardóttir Hirt lesa myndlistarverk sitt sem er ađ finna í tímaritinu. Gjörningurinn á sér stađ í Eymundsson á Skólavörđustíg og hefst ţar kl 16:00

Katrín I. Jónsdóttir Hjördísardóttir Hirt um list sína:

Katrín reynir yfirleitt ađ fella gildi listarinnar en um leiđ vill hún auka vćgi hennar. Hún r...eynir ađ fćra listina nćr áhorfandanum međ ţví ađ koma verkum sínum til skila í almannarými eđa međ einlćgum hćtti.
Einlćgnin, sem virkar oft sem kaldhćđni, gerir verk hennar dulúđleg og óráđin en stundum mjög auđlesin. Katrín telur listina geta bjargađ heiminum og reyndar finnst henni ţađ vera skylda listarinnar. Listin er eina vonin okkar til hins betra lífs, segir Katrín.
Katrín endurvinnur flesta hugmyndir sínar međ ţví ađ útfćra ţćr á margskonar vegu og á ólíkum stöđum. Hún rannsakar hugmyndir sínar og ţróar ţćr í fjölbreytileika miđlana og rýmisins, vegna ţess ađ hún telur hugmyndir í sjálfu sér geta veriđ svo margt annađ en bara eitt listaverk. Möguleikar á úfćrslu hugmynda eru óendalegir. Katrín hóf sjálfstćđa listköpun sína međ svokölluđum skrímslum sem hún skilgreinir sem týndar hugsanir eđa eitthvađ órćtt sem býr innra međ okkur en sem fćr ekki ađ komast út. Katrín fór í kjölfariđ ađ vinna í ákveđinni hugmynd um hvatningarfyrirbćriđ sem hún hefur unniđ međ í ólíkum verkum síđan ţá. Katrín rannsakađi hvernig viđ hvetjum okkur sjálf áfram međ sjálfshjálparefni og í samhengi viđ ţađ fór hún ađ rannsaka hversu auđvelt ţađ er hćgt ađ heilaţvo fólk međ misgáfulegum upplýsingum. Ţví fannst henni alveg kjöriđ ađ heilaţvo áhorfandann međ jákvćđum lýsingarorđum til hans/hennar.
Katrín hefur gengiđ í hús og gefiđ listaverk eftir sjálfa sig og notar reyndar iđulega verk eftir sig sem sinn eigin gjaldmiđil, ţví hún telur listaverk vera traustasta gjaldmiđilinn. Katrín hefur gengiđ inn í verđbréfafyrirtćki og selt verk eftir sig sem eina traustustu fjárfestingu sem til vćri. Katrín sagđi starfsmönnum ţar ađ ţađ vćri ekki hćgt ađ tapa á ţví ađ kaupa verk eftir hana á ađeins 500 kr. Allir keyptu ađ minnsta kosti eitt ef ekki tvö verk eftir hana.
Katrín hefur einnig sett verk sín á útsölu, hún hefur selt jólakort til styrktar íslensku ţjóđinni og hún hefur mjólkađ sig međ rafmagnsmjaltavél til stuđnings fyrirburum og veikum ungabörnum. Katrín reyndi ađ selja góđćrisbíl sinn á sýningu í Kling og Bang til ađ endurspegla ástandiđ í íslensku efnahagskreppunni.
Katrín hefur beđist afsökunar og viđurkennt í myndbandsskilabođum ađ hruniđ hafi veriđ henni ađ kenna. Hún hefur endurtúlkađ málverkiđ „Ópiđ“ í 45 mínútna hljóđlausu ópi til stuđnings skrílnum gegn ákćruvaldinu. Katrín hefur tilbeđiđ listina í formi sjálfsfróunar í tileinkun sinni til Nýlistasafnsins. Katrín hefur skrifađ bćn til listarinnar aftan á póstkort sem virkar einnig sem bréf til ástvinar.
Katrín gefur okkur tćkifćri međ jöfnu millibili til ađ koma saman og tilbiđja listina ţar sem sunginn er listsálmur, predikađ og fariđ er međ svokallađ listvor til ađ viđhalda trú okkar á listfyrirbćriđ og til ađ endurspegla fáránleikann sem einkennir trúarbrögđ oft á tíđum. Í listaverki sem nefnist „ListMessa“ og Katrín stefnir ađ ţví ađ fara međ „ListMessa“ í heimsreysu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband